mánudagur, febrúar 09, 2009

Góðar kvikmyndir

Undanfarnar vikur hef ég séð þrjár kvikmyndir sem mér þóttu allar alveg einstaklega góðar.

Best þótti mér The Reader sem er núna sýnd undir merki Græna Ljóssins. Það er ein besta mynd sem ég hef séð í langan tíma. The Reader fjallar m.a. um ástina, sektarkenndina, kynlífið, örlögin og margt annað. Hún stingur sér niður í miklar dýptir og það er mikil næmni í henni. Dregur engann dóm. Þannig eru þær bestar. Fyrir utan það er hún stórkostlega vel leikin og gerð.

Svo sá ég Vicky, Christina, Barcelona eftir hann Woody okkar Allen og fannst alveg frábær. Hún fjallar um ástina (ég er Christina og Maria Elena en er alltaf að reyna að vera Vicky)... og afbrigði hennar. Fínasta fyrirbæri, ástin... eða ástríðan réttara sagt. Þetta er skemmtileg og frískandi mynd.

Núh, svo horfði ég á The Wrestler með Micky Rourke og Marisu Tomey. Sú mynd er ótrúlega góð þó hún sé svolítið dapurleg. Svipað með hana og The Reader. Dregur upp mynd án þess að dæma.

Fallegt.

Þannig að ef þér leiðist, þá örvæntu ei... Það er ótrúlega mikið fínerí í bíó.