Afvegaleiðing
Ástæða þess að Jóhanna setti það efst á baug að skipta um Seðlabankastjóra er sú að það hefði átt að vera einföld og sýnileg aðgerð sem hefði umsvifalaust sannað að þau (nýja ríkisstjórnin) væri að gera "það sem þarf að gera".
Einn karl út úr einu húsi er eitthvað sem allir sjá. Það hefði jafnvel verið hægt að ná því á mynd. Þessvegna var þetta nr. 1. (og allir klappa).
Allt hitt sem þarf að gera... (sem er verulega hellað og flókið) er ekki eitthvað sem hægt er að smella myndum af si svona. Þó eru þau verkefni eflaust mikilvægari en að henda þessum flippaða súperklára en einkennilega gamla hippa út úr svarta húsinu.
Eins og ég sagði. Það er soldið verið að ræða skilnað meðan húsið brennur. Og þetta sagði líka maðurinn sem kom í Silfur Egils um daginn með samantektina sína á því hvað við skuldum.
Stundum held ég að það væri best að fá bara daglegar fréttir af drykkjuskap Amy Winehouse í staðinn fyrir þessar fréttir sem við fáum hérna. Ég veit ekki til hvaða gagns þær eru.
|