miðvikudagur, janúar 28, 2009

Vinstri hægri ramalamadingdong

Persónulega mótmælabréfið

Voðalega var þetta eitthvað fyrirsjáanlegt með þessa vinstri sveiflu sem er í gangi núna. Eiginlega hálf fyndið. Fólk með móral yfir gelnöglum og álfelgum fer allt í einu að dásama slátur og ull og sparnað.

Einmitt.

Það er varla til sá eyjarskeggi sem ekki hefur (á einhverjum tíma) verið með yfir amk 300 þús í yfirdrátt til að eiga fyrir  dóti sem ekki taldist til nauðsynja.

Nú heyrir maður voða margar yfirlýsingar sem eru eitthvað í ætt við "Ég tók aldrei þátt í þessu góðærisflippi"... en þá gleymir viðkomandi að jafnvel þó það sé ekki flatskjár í kofanum þá var farið erlendis kannski 2-3 á ári og verslað "pínu" þar. Á krít.

Og núna virðist komið í tísku að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Af því allt vonda fólkið í Sjálfstæðisflokknum fékk okkur til að eyða allt of miklum peningum í allt of mörg ár. Vonda vonda fólk. Og af því það hefur farið með völdin á Íslandi áratugum saman. Alltaf tekið fjármálaráðuneytið...vondu skrattarnir. Og sjá hvernig fyrir okkur er komið!? Ó mig auman.

"Hvað var ég að fokking hugsa?!" hrópar Kristján í Sandgerði örvæntingarfullur í nóttinni meðan hann sparkar án afláts í hjólhýsið sitt.

Já, hvað varstu að hugsa Kristján?

Íslendingar voru sárafátækir öldum saman. Lifðu svipað og Grænlendingar. Allt voða einfalt. Við átum svið og slátur, lásum sálmabók og Njálu, gátum valið um tvo maka, misstum tennur um tvítugt og vorum dauð um fertugt. Öld fram af öld.

Svo gerðist eitthvað. Við fengum sjálfstæði. Og það sem mestu skipti, eina gildið sem einhvers var virði var að eignast peninga. Skiljanlega af því þeir voru það sem okkur hafði alltaf skort.
Og til að sanna að það væru til peningar á heimilinu var keypt allskonar dót sem nágrannarnir gátu dáðst að og í staðinn fékkstu virðingu. Vinnan göfgar manninn. Peningar Best -Satt!

Listamenn voru lengi vel álitnir hálf geðveikir. "Skrifa?! Hvað ætlar þú að skrifa!?? Hvernig ætlar þú að fá borgað fyrir það!? Þú getur kannski skrifað en hvað ætlaru að GERA?"

Hvað ætli margir hafi fengið þetta í fésið á öldinni sem leið? Til dæmis í jólaboðum? (jólaboð -ein helsta þolraun listamanna eða wannabe listamanna á 20. öldinni)...
Það var í raun ekki fyrr en í þessu svokallaða "góðæri" að fólk fór að líta pínu ponsu poggu öðruvísi á listamenn. (Af því Dorrit og Ingibjörg Pálma fíla listamenn og þær eiga peninga).

Og við héldum kjafti og exuðum við dé af því við fíluðum þetta. Fíluðum utanlandsferðir og húsasmiðjupalla og að taka eldhúsið í gegn. Af því það er GAMAN....
Mamma fór einu sinni til útlanda frá því ég var 0-10 ára. Dóttir mín, sem er 4 ára, hefur farið 7 sinnum út. Henni finnst fátt jafn stórbrotið og skemmtilegt.

Okkur fannst (og finnst) þetta gaman af því við ólumst hvort sem er öll upp við að vinnan göfgaði manninn. Að það væri flottast að vinna frá 8am - 10pm. Af því þannig sannar maður sig í augum hinna. Sannar að maður sé einhvers virði. Dugnaðarforkur. Hvað er betra en dugnaðarforkur sem kann að verðlauna sig vel?
(Sjálfri dettur mér hitt og þetta í hug en ég held að afi minn eigi enga betri hugmynd).

En núna er ballið búið -og hverjum er það að kenna? Jú, helvítis Sjálfstæðisflokknum sem gerði ekkert annað en að reyna að búa til peninga og aftur peninga. Sjálfstæðisflokkurinn sem hugsaði ekkert um velferðarmálin. Ljóti vondi sjálfstæðisflokkurinn sem við kusum yfir okkur áratugum saman þar til við enduðum eins og fullir rómverskir grísir með karamellubrák á maganum og gulltappa í görninni. Og þá...Sjáðu hvað þú gerðir okkur, vondi vondi sjálfstæðisflokkur?! Fórst svona illa með okkur meðan við vorum svo upptekin við að grilla og kaupa hjólhýsi á raðgreiðslum að við nenntum ekki að mótmæla t.d. olíusamráði eða því að mörgæs fari af Kvíabryggju inn á Alþingi.

Er þetta ekki pínulítið grátbroslegt?

Mér finnst það.

En samt... þetta er líka frábært af því það gengur ekki til lengdar að vera eins og afkomandi Kunta Kinte og Fanta. Rúntandi um með gullkeðjur á hvítum raðgreiðslu Range til að sýna hinum hvað maður sé nú ógó töff... burtséð frá innkomunni. Einhvernveginn þurfti hann að rumska greyið og rumskið kom með heilli heimskreppu. Vú, allt á hausinn. Og um leið og allt fór á hausinn rumskaði landinn við súran raunveruleika.

Við erum ekkert töff.

Ef ég gæti kosið hvað sem er eftir nokkrar vikur þá yrði það aldrei smjörkúkurinn sem við kölluðum "verslógaur" í denn. Afkomanda Frímúrarans. Ekki séns. Og því síður myndi ég kjósa gaggandi retro mussukerlingu með skilti, lopavettlinga og tambúrínu (staðalmyndir vinstri og hægri). As if?

Ef flokkurinn sem er ekki til (sem ég myndi kjósa) væri manneskja þá væri hún eitthvað í ætt við strákana og stelpurnar sem maður sér úti í hinum stóra heimi, í jakkafötunum á leið til vinnu... á hjólabretti. Einhvern sem tekur mið af breytingum og er til í þær (s.s. kann t.d að niðurhala og nota tölvupóst).
Stundar jóga og box. Eyðir og sparar. Bíður ekki eftir því að aðrir reddi öllu heldur tekur af skarið með frumkvæði... hmmm... kannski eitthvað eins og stelpurnar í sex and the city? Tvær þeirra voru sjálfstæðar... agglavegana. Sé þær ekki borða svið... eða taka slátur...

Og kannski er það bara enginn flokkur? Ég held eiginlega ekki. Ég held að við eyjarskeggjar séum að sigla inn í eitthvað alveg splúnkunýtt með því að ganga í gegnum þessa manndómsraun sem við köllum kreppu. Það fer allt í eitthvað helvítis fokking fokk en eftir að því lýkur þá bíður okkar betri tíð með blóm í haga og falleg föt á snaga.

Þetta er allt partur af einhverju risaplotti almættisins. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Bara ekki detta í eitthvað retró grín og heimta, dyggðanna vegna, að landið sem alltaf var eins og austur-evrópuþjóð bakki aftur um 30 ár og að allir verði vinstrisinnar.

Fáum frekar eitthvað nýtt.. og fersksksksst...eitthvað sem meikar fullkomið sens... og þegar við vöknum á morgnanna þá er sniðugt að spyrja -Hvað get ég gert í dag til að koma okkur út úr kreppunni? Af því þessi kreppa beibí, hún er sko for real (veit það af því ég horfi á CNN og SKY)og við verðum ÖLL að leggjast á eitt, eitt og eitt.

Svo eru þetta að lokum mín persónulegu skilaboð (er samt ekki ég (en gæti verið það) til ruglaðra-egósenterískra-valdagráðugra-stjórnmálamanna-úrbáðumflokkum- annarsvegar og lúsera-sem þoraekkiaðlítaíeiginbarm-og-ætlast-alltaf-til-að-allir-geri-allt fyrir-þá hinsvegar

-Yo!

Lissenöpp!