miðvikudagur, janúar 28, 2009

Rannsóknir?

Að rannsaka hvað hefur orðið um eignir auðmanna? Já, það er vitanlega ekkert vitlaust.

En væri ekki líka gaman að heyra um rannsóknir á bankareikningum þing -og alþingismanna úr öllum flokkum.

Skv mínum heimildum vissu einhverjir alþingismenn og ráðherrar af yfirvofandi bankahruni og hringdu af því tilefni í nánustu ættingja og vini ásamt því að gera viðeigandi ráðstafanir við eigið sparifé.

28.09.08:

"Já, hæ... hvað segirðu?"
"Heyrðu, bankarnir eru að hrynja. Ég myndi tæma reikninginn, dreifa dótinu... færa þetta til Lúx...asap."
"Hvað áttu við?"
"Bara það sem ég er að segja. Gerðu þetta bara... ekki bíða"