Upphitun fyrir stríð?
Af hverju beinist svona mikil athygli allt í einu að hörmungunum á Gaza svæðinu? Ég veit ekki betur en að Ísraelar og Palestínu/menn/konur hafi verið að plokka augun úr hvort öðru svo áratugum skiptir yfir einhverjum lási landskika. Drulliði ykkur! Nei, við förum hvergi!...hring eftir hring eftir hring. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og aldrei breytist neitt. En...
Hvers vegna brennur kastljósið svo sterkt á þessum stað í dag?
Er ég svona lengi að opna augun eða er eitthvað annað í aðsigi?
Á kannski að skella í eitt WW stríð og er verið að hita mannskapinn upp?
|