Tarot spá fyrir kreppunni
Þessi tarotspilaspá var lögð fyrir kreppunni þann 19 okt í fyrra.
Viðstödd voru skáld, leikkona, heildsali og ég. Eins og sjá má kemur kona þessu öllu til bjargar og þó að björgunin verði ansi strembin þá endar þetta allt vel og við verðum betri en áður. Hjúkk.
1. Það sem gerðist (Djöfullinn)
2. Það sem er að gerast (7 bikarar (eða debauch=afvegaleiða, spilla, draga á tálar, forfæra... vera svallsamur eða útsláttarsamur, ástunda nautnalíf. n. óhóf, nautnalíf, útsláttur, ólifnaður)
3. Framtíðin og það sem er að byrja (Keisaraynjan)
4. Hvað er hægt að gera? (Sá hengdi)
5. Hjálpandi eða truflandi orka (Turninn)
6. Stærsta von eða ótti (2 diskar-Breytingar)
7. Útkoma (Elskendur/Ást)
Þú getur svo dundað við að gúgla merkingu spilanna ;)
|