föstudagur, janúar 30, 2009

Skilin á Facebook

Þau voru að skilja og gerðu það opinbert á Facebook í gær. Þar má nú lesa samúðar og pepp kveðjur til beggja.

Þetta með "relationship status" á Facebook er vissulega nýr vinkill í tilveru okkar.

Mér finnst frekar sætt að sjá allar þessar "get better soon" kveðjur til parsins enda er mikið erfiðara að koma sér úr sambandi en í það og því eflaust ekki þörf á smá samúð og peppi. Svolítið skrítið samt að sjá þetta svona á netinu og þó... kannski ekki?
Er ekki fólk alltaf að byrja og hætta saman?
Þetta er eitthvað svona sam-mannlegt og því ástæðulaust að vera að kafna úr feimni með það.
Ætli íslenska tilfinningabælingin komi til með að þiðna með Facebook og kreppunni?