mánudagur, janúar 19, 2009

Leigubílakreppa

Ég fór til Aþenu árið 2006 (á Eurovision)... en ætla ekkert að tala um það heldur leigubílamenninguna í borginni. Hún er þannig að leigubílar stoppa og taka upp nýjan farþega þó að einn, eða tveir, sitji í bílnum. Þannig safna þeir farþegum í bílinn og skutla hingað og þangað en farþegarnir deila kostnaðium með sér og spara þannig smá peninga. Semsagt -Allir að græða!

Þetta gæti reynst leigubílstjórum borgarinnar ágætlega núna enda allt leyfilegt í ástum og kreppustríði.