Kláraðu bara að grenja
Þegar börn eru frek segja foreldrar stundum "Farðu upp í herbergið þitt og kláraðu að grenja. Komdu svo aftur þegar þú ert búinn"
Þegar Íslendingar mótmæla segja þingmenn alltaf "Ég skil vel að fólk sé kvíðið og virði lýðræðislegan rétt þess til að mótmæla. Það hafa allir rétt á skoðun."
Yfirlætisleg framkoma þessara þingmanna er með þeim hætti að þeir eru að kalla yfir sig ofbeldi. Það styttist óðum í að eitthvað alvarlegt gerist. Ég hef ekki haft rangt fyrir mér í þessum kreppuspádómum fram að þessu. Þannig að... Árni, Geir, Imba og kó... hvað með að taka bananann úr eyrunum áður en einhver hreinlega lemur ykkur?
|