laugardagur, janúar 24, 2009

Ég vil ekki kjósa (strax)

Ég vil alls ekki kjósa strax. Ég vil kjósa 9. maí. Flokkurinn sem ég vil kjósa er ekki til ennþá og þeir sem eru til eru of bæklaðir til að ég vilji kjósa þá eins og staðan er í dag. Þeir þurfa þerapíu og nýtt lið um borð til að ég geti svo mikið sem lyft brún.

Ég held að 100 dagar séu í raun fáránlega stuttur tími fyrir fólkið sem ég á hugsanlega eftir að kjósa að undirbúa sig en vil þó ekki að það verði síðar. Ég vil vita hvaða fólk þetta er. Ætla ekki að fara að kjósa einhvern Charles Manson yfir mig. Einhvern sem er rosa góður að tala.
Ef ég mætti ráða myndum við ráða fólk í ráðherrasætin út frá reynslu og menntun. Ekki hafa snyrtifræðing sem sjávarútvegsráðherra og dýralækni sem fjármálaráðherra. Við gætum gert þetta í maí.

Ég vil sjá eitthvað skynsamlegt gerast.

Þetta er orðið hreint yfirgenginlega súrt.