föstudagur, janúar 09, 2009

Ef ég væri hrútur

Í dag talaði ég við mann sem sagðist hafa fitnað rosalega mikið.

Hann sagði "Ég er orðin svo vambmikill að ef ég væri hrútur þá yrði mér slátrað. Svona feitum hrútum er slátrað af því þeir geta ekki lembt. Og svo sé ég ekki tröllið lengur. Þetta er helvíti slæmt þegar maður sér ekki lengur tröllið!"

(þessi maður er ekki ættaður úr höfuðborginni og kynslóð eldri en undirrituð)