Afi og skype
Hér sjáið þið hann afa minn hann Sigurgeir sem varð áttræður í síðasta mánuði.
Í gær fór ég heim til hans að tengja nýjan router og koma upp Skype í tölvunni hans. Hann á nefinlega Skype síma. Þarf að vera í sambandi við vini í útlöndum. Afi hefur nefinlega alltaf ferðast mikið og gerir enn. Eftirlætis borgin hans er New York.
Í morgun kom til hans maður og setti upp ADSL sjónvarp. Afi hringdi í mig áðan og hálf hrópaði að nú væri hann með 350 stöðvar. Hann er nefninlega líka með gerfhnött. Ég spurði hvort hann væri að fríka út á valkostunum og hann sagðist halda það.
Það kæmi mér hreint ekki á óvart að sjá afa minn stofna Facebook síðu fljótlega. Hann er tæknivæddari en margir jafnaldra minna.
|