laugardagur, nóvember 08, 2008

Public enemy?

Hver er versti óvinur alþýðunnar í dag? Eða óvinir í fleirtölu? Viltu gera lista fyrir mig? Ég er nefninlega að tapa þræðinum. Og hvaða stjórnmálamenn eru vondir og hverjir eru góðir? Hver er fulltrúi alþýðunnar og hver er fulltrúi stofnunarinnar? Hús got ðe páver? Hverju er verið að berjast gegn? Vindmyllum eða einhverju ákveðnu?

Og hvað á svo að gera? Það er ekki hægt að mótmæla bara endalaust... það þarf að setja deadline á mótmælin. Eftir x-mörg skipti af mótmælum þarf eitthvað að gerast... skilurðu?

Ég ætla reyndar að fara næsta laugardag. Bónusfáni á Alþingishúsið er nógu hresst grín til að ég mæti. En mér finnst kjánalegt að standa bara og æpa út í loftið eins og kona sem æpir á karldurg "þú átt að sýna mér virðingu!". Slíkt dugar víst ekki til. Það þarf eitthvað meira, skilvirkara, öflugra.

og ps...

Það kæmi mér ekki á óvart ef Davíð yrði einfaldlega dregin út af skrifstofu sinni í næstu viku...æpandi...