föstudagur, nóvember 21, 2008

Blaðamennska á Íslandi

Fyrir nokkuð mörgum árum hitti ég blaðamann sem hafði farið á fund með Kára Stefánssyni þar sem sá síðarnefndi kynnti fyrir honum starfssemi DeCode og leiddi hann frjálslega um alla ganga.

Sá þýski var ekki kominn þarna til að skrifa auglýsingu fyrir DeCode heldur vildi hann skrifa grein, sem hann og gerði. Í greininni kom fram allskonar gagnrýni á fyrirtækið, efasemdir um siðferðismál og fleira og Kári var ekki sáttur. Hann átti þessu ekki að venjast. Hélt kannski að það kæmi einhver lofsöngur út úr þessu... en það gerðist ekki. Kári var líklegast öðru vanur og ég hugsa að hann hafi breytt taktík sinni við erlenda blaðamenn eftir þetta.

Og hverju var Kári vanur? Jú, vandamálið við blaðamennsku á Íslandi er ekki bara eignarhaldið heldur líka smæð þjóðfélagsins og smæð er ekki alltaf góð...sérstaklega þegar það kemur að þessu.

Meirihluti íslenskra blaðamanna hefur hingað til ekki þorað að stíga kröftuglega fram og segja hlutina hreint út af ótta við að fá kannski ekki séns seinna meir í lífinu, af ótta við að ógna einhverju eða einhverjum, af því það eiga allir svo marga vini hérna sem eiga aftur aðra vini sem eiga fyrirtæki sem ráða fólk í vinnu. Altso... Ætli Kompás komi til með að fjalla um tengsl Baugs við Rússana? Mér þætti forvitnilegt að sjá þann vinkil. Málið er nefinlega þetta:

"Ef ég skrifa þetta svona eða ýja að þessu þá ógna ég þessu eða þessum og það getur aftur ógnað mínum hagsmunum því hvað veit ég um hver kemur til með að stjórna þessum fjölmiðli (eða hvaða fyrirtæki sem er) í framtíðinni og hvernig á ég þá að geta borgað af húsinu mínu? Ég er með ofnæmi fyrir fisk. Get ekki farið á sjóinn"... svona sirka í þessum dúr.

Fólk er alltaf að hugsa um framtíðina og stöðu sína sem verður til þess að það sem er satt kemur yfirleitt bara fram í sígarettupásum á bak við hús og svo birtast einhverjar undarlega soðnar útgáfur af þessu í fjölmiðlum.

Hvað varðar auglýsingar í prentmiðlum þá get ég með góðri samvisku sagt ykkur frá því að ég hef oftar en einu sinni (og á fleiri en einum miðli) orðið vitni að samtölum þar sem efnistök í blaði eru rædd út frá því hvort þau ógni hagsmunum auglýsenda. Með öðrum orðum... að greinin í blaðinu komi til með að fæla auglýsendur (peningana) í burtu.  Og hver þarf ekki peninga? Gengur þetta ekki allt út á peninga? Það eru margir fjölmiðlar hérna af því fleiri fjölmiðlar bjóða upp á fleiri leiðir til auglýsingasölu sem hvetja aftur til meiri neyslu.

Og já... einmitt... fyndið að sá sem á flestar verslanir og þjónustufyrirtæki landsins og stærstu skuldirnar og þar með mestu hagsmunina skuli eiga næstum alla fjölmiðlana í leiðinni.

Meikar sens... kapítalístíkstkskskskt séð.

Meira helvítis ruglið...