miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Barnið mitt

Barnið mitt heitir Edda. Hún á afmæli í næstu viku en þá verður hún 4 ára.

Þetta samtal áttum við í fyrradag.

-Mamma, ég ætla að fara upp á jólafjallið og berja Grýlu
-Af hverju?
-Nú, af því hún er ljót og vond.

Ég hugsaði með mér að eitthvað hefði tekist í uppeldinu. Grýla á að vera einhverskonar barnafæla en barnið mitt ákveður að berja hana. Ég veit reyndar ekki hvaðan þetta með að "berja" er komið en mér finnst þetta gott viðhorf hjá henni. Láta ekki hræða sig.

Um daginn var vinkona hennar í heimsókn og þær fóru í prinsessuföt. Svo drógu þær upp sverð og fóru að skylmast.

Framtíð Íslands.