Strákarnir í ímyndarnefndinni
Af hverju eru bara hvítir karlmenn á fertugsaldri í sendinefndinni sem á að bæta ímynd Íslands út á við?
Nú sitja nefndarstrákar í þættinum Ísland í dag og pæla í því hvernig á að bæta skaðann.
Í dag birtist grein í Financial Times þar sem er sagt frá því að konur hafi tekið um taumana til að hreinsa upp skítinn eftir bankastrákana. Kvenbankastýrur. Virkaði svona eins og við gætum talið okkur þetta "operation mamma" til tekna.
Gæti þá ekki verið að það myndi virka betur að hafa vel máli farnar og fínar konur til að bæta ímynd þjóðarinnar út á við?
Núverandi nefndarsamsetning minnir mig á... "Fighting fire with fire"....
Stelpur í þessa nefnd ekki síðar en strax. Fjallkonur.
Ekki þennan kjánagang alltafhreint...
|