Reiði og standpína á sökkvandi skipi
Ég var í matarboði áðan og þar var mjög reið og æst kona. MJÖG reið yfir dramanu á klakanum.
Ég bað hana að vera aðeins minna reið (hún var margfalt reiðari en ég í gær) því svona reiði myndi bara flýta fyrir krabbameini. Hún hélt nú ekki -en ég hélt nú það. Rifjaði upp sögu sem frænka mín, læknir, sagði mér af fyrirlestri sem hún fór einhverntíma á en fyrirlesturinn fjallaði um áhrif hugsunar á líkamann og starfsemi hans.
Hann hófst með því að prófessorinn sem stúderaði málið las klámsögu upphátt fyrir gesti. Svo horfði hann kíminn yfir salinn og spurði "Funduð þið fyrir þessu?"
Allir sem í salnum sátu voru ýmist spenntir í öxlum, rjóðir eða með bóner og gátu ekki fyrir nokkra muni neitað því að hafa fundið fyrir "þessu". Þar með hafði prófessorinn fært afdráttarlausar sannanir fyrir því -að það sem maður hugsar- hefur bein áhrif á líkamann.
Og að þessu sögðu sjatnaði aðeins í frúnni. Í korter... (en þú verður samt að tjilla aðeins kæra Guðrún).
Sjálfri líður mér núna eins og ég sé farþegi um borð á sökkvandi skipi en áhöfnin berrössuð á sýru og úr kontakt. Allir er'að daansaaa, uppá deekki....
|