He's just not that into you
Við stelpurnar bíðum spenntar eftir þessari:
Las líka þessa stórkostlegu bók "He's just not that into you" á sínum tíma. Leiðbeiningar fyrir konur sem skilja ekki karla og "skilaboðin" þeirra. Karlar eru nefninlega skrambi flóknir að skilja.
Það er alltaf verið að tala um að konur séu flóknar en ég held að við séum skömminni skárri en karlar þegar það kemur að tilfinningalífinu. Þeir viðurkenna margir bara tvær tilfinningar: Reiði og greddu. Restin af skalanum flokkast undir það að vera "hommalegt" og því verður allt annað en reiði og gredda stundum fremur torskilið. Ertu að meina það sem þú ert að segja eða ertu að meina það sem þú ert að gera? Samkvæmt bókinni þá meina karlar það sem þeir gera, ekki það sem þeir segja. Konur meina hinsvegar yfirleitt það sem þær segja -en ekki alltaf það sem þær gera.
Flókið mál.
|