þriðjudagur, október 07, 2008

Fyrirgef oss vorar skuldir...

Heimurinn er skrítinn. Ég vaknaði með þetta lag á  heilanum...



...og las svo í fréttum að Pútin ætli að lána okkur pening. Vonandi verður ekki of óþægilegt að skulda honum. Fyrirgef oss vorar skuldir...

Og svo blómstra svartar rósir á svörtum markaði og mafíur njóta sín í kreppum. Vonandi er sú rússneska skárri en þessi litháenska. Viggo Morthensen var allavega hot í Eastern Promises. Kannski að maður kíki á hana aftur? Smá svona undirbúningur fyrir það sem koma skal? Þeim finnst örugglega hið besta mál að eiga inni álver fyrir alla vopnaframleiðsluna sem fer í gang innan tíðar. Vegna þess að ef maður lítur um öxl má sjá að ástand sem þetta hefur vanalega verið undanfari styrjalda (...hér fjallar Silja Bára um nokkrar mögulegar).

Af þessu tilefni held ég að það væri lag að bæta við einu máltæki í safn uppörvandi máltækja sem maður hefur heyrt undanfarna daga:

Við skulum vona það besta en vera viðbúin því versta!

Og nú erum við í liði með rússum og þar með aröbum og  hvað? Og hvað? Uh... já. Mega dramatískt... en partur af þessu worst case scenario. 

Geir Haarde sagði, í dramatísku Leiðarljós senunni sinni kl 16 í gær, að þetta ástand sem væri á leiðinni væri alvarlegra en heimskreppan 1930. Þá svalt fólk.
Er Geir að segja að við munum deyja úr hor?
Hvað er alvarlegra en að svelta?
Varstu að meina þetta Geir eða gleymdirðu að hugsa áður en þú talaðir?