FME á peninga mína, og þína....
Það er ekki oft sem mig langar til að bölva og blóta en núna er mér bölv og ragn efst í huga.
Ég hef nú lengi kallað þetta þjóðfélag okkar bananalýðveldi. Sikiley Norðursins. En ég vissi bara ekki að mafíósarnir á Sikileynni virðast vera dulbúnir mongólítar með extra lága greindavísitölu, miðað við mongólíta.
Það eru fjögur gengi í gangi núna, allt eftir því hvar maður er staddur í heiminum. Fólk sem er að reyna að taka peninga út úr bönkum erlendis fær bara smáskammta... af því bankarnir treysta ekki krónunni.
Hvaða fávita er hægt að draga til ábyrgðar fyrir þessu og öllu hinu ruglinu?
Ég væri mikið, mjög mikið... til í að sjá þessa 20-30 einstaklinga sem Vilhjálmur Bjarnason segir að megi rekja þetta til á bak við lás og slá. Það getur ekki annað en meikað sens. Við erum með máltækjafestival þessa dagana: Illur fengur, illa forgengur.
Er EINHVER til í að nafngreina þessa aðila?
Myndi maður ekki nafngreina dópdílera, eða barnaperrahring ef maður vissi af honum starfandi í þjóðfélaginu? Eru þetta eitthvað minni glæpamenn?
Er einhver ástæða til að segja ekki hvað þetta fólk heitir?
Það virðist líka vera að hver sem er geti lagt fram kæru því ef það er satt að allan þennan skaða megi rekja til 20-30 einstaklinga þá hafa þeir skaðað svo marga að jafnvel dóttir mín, fjögurra ára, gæti kært. Hún á innistæðu á bók. Það er eins tímabært að draga þessa apa úr bælum sinum og skella þeim í kastljósið.
Ég væri líka til í að vita hvort ekki séu einhverjir gallar í lögum um Fjármálaeftirlit, sem nú er orðið stóri bróðir 1984... því hvernig gat það leyft KB að stækka svo nemur sexföldu hagkerfi þjóðarinnar? Ég man þegar afi sagði mér fyrst frá þessari stærð... einhverntíma í fyrra... og ég gapti og hugsaði "þetta veit ekki á gott".. Og ekki vinn ég hjá Fjármálaeftirliti... En það þarf ekki mikið hyggjuvit til að sjá að það er eitthvað bogið við svona dæmi.
Ef FME á að fá einhverskonar almagt þá er eins gott að lög um Fjármálaefirlit séu í lagi.
Fjármálaeftirlitið hefur núna beisikklí heimild til að gera hvað sem er... reka menn og ráða... og færa peninga til eftir því sem á að henta best. Líka mína og þína peninga. En ef þeir áttu að hafa eftirlit með sukkinu in the first place...og gátu það ekki þá... hvað eru þeir þá að gera núna? Hvernig getum við verið viss um að þetta sé í lagi?
Hvað kostar miðinn til Ástralíu? Nei, æ... ég get ekki keypt flugmiða fyrir Lató seðlana mína, get ekki notað þá í útlöndum.... Get bara notað þá í Lató hagkerfinu og keypt eitthvað til sláturgerðar og kannski útsæði.
Grrrrrrrrrrrrrr.....
|