Davíð út, Þorvald inn
Það er mótmælafundur kl 15 á Austurvelli. Þar ætlar fullt af fólki að leggja áherslu á að Davíð hætti sem seðlabankastjóri og vel menntaður hagfræðingur sem ekki á sér langa og stormasama sögu í pólitík verði settur í staðinn. Ég ætla að fara til að styðja þennan málstað.
Hef ekkert persónulega á móti Davíð greyinu en miðað við það sem á undan er gengið held ég að hann hefði mjög gott af því að fara bara heim í Skerjafjörð að leika sér í Tetris eða eitthvað. Hann á ekki að vera seðlabankastjóri lengur. Það sjá það allir nema Geir virðist vera. Ætli Geir skuldi Davíð peninga? Hvað útskýrir þessa blindu tryggð?
Þorvaldur Gylfason á að vera seðlabankastjóri.
|