Bylting í vændum?
Jón Baldvin var að tala um klíkuskap í Silfrinu rétt í þessu. Klíkur sem ég hef talað um að myndist í menntaskóla og haldist svo von úr viti. Og klíkan er svo sterk að þetta minnir mig helst á svona platónska-hómósexsjúel ást milli manna sem mæra hvorn annan og eru yfirleitt væmnari en Létt 96'7. Stundum finnst mér meira að segja óþægilegt að hlusta á þá og þó er ég kona.
Baldvin talaði um að Davíð væri á móti láni frá IMF og til að við gætum gert "eitthvað" til að bjarga efnahagsmálum hérna þá yrði þetta lán að koma til.
Ef Davíð er sá sem kom oss í klípuna og er svo að reyna að koma okkur út úr henni með sömu "skynsemi" og hann hefur starfað eftir s.l ár í bankanum og ef Geir elskar Davíð og vill ekki að hann fari. Hvað er þá hægt að gera? Kemur eitthvað annað til greina en að fella ríkisstjórnina? Og þarf byltingu til þess?
Í byrjun viðtalsins fór Jón Baldvin yfir stöðuna: Dauð króna, skuldir upp í kok, traustið farið, atvinnuleysi og verðbólga framundan og svo framvegis.
Þetta er ein svartasta skák sem þjóðin hefur teflt og leikirnir framundan eru svo margir að við höfum ekki efni á að nota amatör skákmenn. Eða þá sem voru einu sinni góðir en fóru svo eins og Bobby Fisher og urðu klikk.
Það þarf færustu sérfræðinga. Snillinga. Afburðafólk sem er enn með heilann í lagi og tengist ekki einni einustu innlendri klíku.
Þannig að...
Er einhver til í að byrja að finna þetta fólk, reka ruglaða liðið og koma bjargvættunum fyrir í staðinn?? Þorvaldur Gylfa, getur þú ekki verið með og áttu ekki einhverja vini frá Princeton? Svíana sem lentu í svipuðum hremmingum in the 80's? Hvar eru þeir? Hjálp!
HJÁLP!
|