þriðjudagur, september 30, 2008

Davíð kallar þá skúrka

Samtal á MSN:

Pétur says:
má ekki skreppa í smá helgarfrí þá er GrjótHaarde bara búin að knésetja Baugsmenn
Pétur says:
eitthvað títt?
MHG says:
hinkren
MHG says:
var í símanum
MHG says:

MHG says:
þetta er stórmerkilegt
MHG says:
spurning hvort þetta er gert undir kreppuyfirskyni
MHG says:
gæti trúað því að þetta væri eitthvað sem Davíð hefði lengi þráð
Pétur says:
úff já.  Þetta er upphafið á "The End Game" plottinu hans Tricky Dick (innsk: Nixon var kallaður Tricky Dick... Pétur kallar Davíð þessu nafni)
Pétur says:
samt er eitthvað sem við sjáum ekki.  Einhver hefur verið að selja haug af krónubréfum.  Seðlabankin veit hver þessir aðilar eru.  Davíð kallar þá skúrka í fjölmiðlum en segir ekkert um þá. Það er eitthvað mikið ósýnilegt í þessu öllu saman.  Grunar að hrun krónunar sé að miklu leiti stjórnað hér á landi í þeim tilgangi að rétta af viðskiptarhallann
Pétur says:
Bankarnir neita allri sök en segja í sömu andrá að framtíðin í íslensku viðskiptarlífi sé sjávarútvegur og útflutningur á áli/orku.  Og náttúrulega gerir hrun krónunar ekkert nema að styrkja útflutningsgreinarnar.  Mikið clandestine í gangi en mig grunar samt að þetta sé ekki svo vitlaust plott
Pétur says:
er bara eitt stykki sauðsvart almúgamengi að reyna lesa á milli línanna
Pétur says:
fjölmiðlar eru ekki að hjálpa... stundum finnst mér íslenskur fréttaflutningur ganga mikið út á að lesa upp fréttatilkynningar