Skype í gemsann
Þema undanfarinna daga hjá mér hefur verið búkfita og Nova. Ég ætla að láta staðar numið með búkfituna, þar sem ég virðist ekki kunna að tjá mig um þetta án þess að eiga það á hættu að vera laminn í Bónus, en hitt ætla ég að tala um þar til ég get ekki meir.
Með nýja, fallega Nova símanum mínum get ég talað í gegnum Skype án þess að borga aur. Í gær hringdi ég í Orra frænda minn sem býr á Laguna Beach. Ég var í kaffi hjá Helgu á Haðarstíg og hann var á skrifstofunni sinni á Laguna Beach í Kaliforníu og bara si svona, áreynslulaust, vorum við að tala saman í gegnum skæp. Hann með tölvunni sinni, ég með gemsanum mínum. Fyrir utan þetta get ég líka verið með msn í gangi í gemsanum (sem maður nennir kannski ekki oft) og svo er það allt hitt sem gerist á internetinu.
Heildarverð sem ég borga fyrir þetta, að meðtöldum spánýjum G3 síma, er 2000 kr á mánuði. Eftir áramót ætla þau þó að rukka mig um 990 fyrir netið, sem er bara fínt!
|