þriðjudagur, júní 24, 2008

"Relationship Status" á Facebook

Það eru "allir" á Facebook. Allir nema sumir. Mér finnst þetta apparat nokkuð skemmtilegt svo lengi sem fólk er ekki að bjóða mér (og tuttugu og níu öðrum) að finna út hvaða pimp nafn ég hef, hvaða pottaplanta ég er, hvaða kynlífshjálpartæki ég er, hvaða sjúkdómur ég er, hvaða leikkona ég er og svo framvegis.

Á facebook hef ég getað skoðað myndaalbúm ættingja minna sem ég umgengst lítið. Það er gaman að skoða þau. Það er líka gaman að fá að fylgjast með því hvað fólk er að stússast, hvert það ferðast og síðast en ekki síst, hver sambands statusinn á þeim er.

Relationship status er það skemmtilegasta af öllu við Facebook því það er það sem stelpur hafa áhuga á -ekki satt? Ástin og lífið. Ísland í dag.
Vinir manns allt í einu komnir í sambönd, þeir sem voru á föstu komnir á laust, ógiftir allt í einu giftir og svo framvegis og það kemur svona þögult spurningarmerki í tölvuglampaaugun þar sem maður situr með lappann sinn og kaffið; Núúúú, þau hætt saaaaamaaannn? Hann byrjaður með stelpuuuu? Hún single? Haaaaa...?

Voða skemmtilegt.

Sjálf hef ég lent í hálfgerðm vandræðalegheitum hvað varðar þennan relationship status og fer þó ekki nánar út í það hér. En af þessari lífsreynslu dró ég þá ályktun að heppilegast væri að merkja statusinn eftir formlega hjónavígslu en fram að því láta það alveg eiga sig. Þetta er nefinlega eins og að senda tilkynningu í Moggann:

Kæru lesendur.

Nú er komin upp breytt staða. Til skamms tíma var ég á föstu með Guðbirni Einarssyni(kallaður Gubbi) en þegar hann fór að éta Nachos með ostasósu, glápa á aðrar kellingar og horfa á handbolta þegar ég vildi fara út í fjöruferð þá fór ég að hegða mér eins og fífl þar til hann sagði mér upp og þá gat ég byrjað með Rúnari Freysteinssyni (kallaður Rúnki). Hann er miklu betri. Alltaf til í labbitúr.

Eða:

Hér með opinberum við trúlofun okkar, við Jón og Gunna, þó að við pössum ekki saman. Erum bara desperat. Látið það ganga.

Eða:

Ég á hrikalega erfitt með að ákveða hvar ég vil staðsetja mig í ástarmálum svo ég er sífellt að breyta um "status" á Facebook. Ekki samt taka mark á neinu. Immer Arbeit und Aufträge finden.

Love,
MGH