fimmtudagur, júní 12, 2008

Nýtt orð á útlensku

Ég talaði við Genny vinkonu mína á msn í dag. Hún á heima í útlandinu stóra. Við ræddum allt og ekkert. Hitt og þetta. Töluðum um sameiginlega vinkonu okkar, Liz, sem er með sex tær á öðrum fæti og mikill karaoke snillingur. Ógleymanlegt að sjá hana taka Cold as Ice. Kynntist eiginmanni sínum á karaoke bar í LA. Töluðum líka um rakann í New Orleans. Að raki væri góður fyrir húðina og allskonar eitthvað skemmtilegt... Núh...
Svo minntist hún á fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærasta okkar (já, við Genny áttum sama kærastann (á sama tíma, án þess að vita af því).
Genny kokkálaði sko fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans bakk in ðe næntís, en hefði sannarlega sleppt því ómaki hefði hún vitað hvaða mann, eða hund, hann hafði að geyma.
Sagði að sú fyrrverandi hefði horft á sig og urrað með augunum og hún hugsaði: "Já, en þú ert búin að gifta þig aftur og ættir að vita það núna að ég var að gera þér greiða. Vertu fegin að hafa losnað við hann"...og eitthvað og okkur fannst þetta svolítið spaugilegt allt saman.
Ég spurði þá í forbífarten hvort eitthvað væri að frétta af gosa en hún sagðist ekki hafa hugmund nema hvað að hann fékk rosalega góða meldingu í virtu tímariti og við reiknuðum það út að hann hlyti því að hafa lagt sig fram um að gefa einhverjum kúratornum blowhead. Spurning um að setja verkin sem ég á á Ebay? En...

"blowhead"

Mundu það...

Þessi færsla var í boði Ellýar Ármanns