mánudagur, apríl 07, 2008

Afslappaður einstaklingur með stinnan rass

Vúhú. Núna á ég svona reiðhjól. Keypti það síðasta föstudag og hef ekkert notað bílinn nema einu sinni til að fara í Ikea. Mjög snjallt. Það er ótrúlega hressandi að hjóla og maður er í raun næstum jafn fljótur og að aka nema bara með þessu þá minnkar maður stresslevela um helvíti mörg prósent og fær stinnan rass. Og hvað er eftirsóknarverðara en afslappaður einstaklingur með stinnan rass? Svar: Ekkert.

Ég keypti þetta hjól í GÁP. Þeir sögðu að það væri alltaf meira og meira að gera. Því skal ég trúa. Það er frábært að hjóla. Vantar bara fleiri stíga. Ég veit stundum ekki hvar ég á að vera.