Cosi fan Tutte og In Burges
Ég mæli eindregið og fullum hálsi með óperunni Cosi fan Tutte sem er núna sýnd af ástríðufullum nemum í Óperunni og myndinni In Burges sem er sýnd á vegum Græna ljóssins í Regnboganum.
Það kom mér á óvart að ég gæti svo hnökralaust notið óperusýningar, en þessi var þétt, vel sunginn, vel leikinn og vel leikstýrt. Alveg splendid og ekki spillti boðskapurinn fyrir. Karlmenn eru ruglaðir, konur eru ginkeyptar og sæll er sá sem sér í gegnum "ástina", sér sannleikann og situr því í stóískri ró í sínu hjarta.
In Burges er án alls vafa ein fyndnasta og jafnframt sterkasta mynd sem ég hef séð lengi. Það er ekki oft sem ég hlæ svona mikið upphátt í bíó... en þarna skellti ég uppúr oft og iðulega. Ætla að hafa augun opin fyrir leikstjóranum og handritshöfundinum, sem er einn og sami maðurinn -Martin McDonagh... og ekki spillir það fyrir að maðurinn er flamin hot:
|