fimmtudagur, apríl 03, 2008

Ormheiður Polly var alltaf að stríða Sigurlási Skefli

Ömurleg mannanöfn eru mjög ofarlega á lista mínum yfir það sem er hægt að skemmta sér yfir. Þegar Orri frændi og Heiðrún voru með Ragnar litla í uppsiglingu kom m.a. til tals að skíra hann Glúm Dúa eða Vigni Gný og þessu var mikið hlegið að.

Sjálf hef ég ákveðið að komandi sonur minn (nei, ég er ekki ólétt) eigi að heita eitthvað eins og t.d. Hörður Mörður, Snorri Orri eða Örn Björn. Þá er maður normal en samt flippaður. Djók.


STÚLKNANÖFN

  • Eggrún Bogey
  • Oddfreyja Örbrún
  • Dúfa Snót
  • Ljótunn Hlökk
  • Himinbjörg Hind
  • Randalín Þrá
  • Baldey Blíða
  • Bóthildur Brák
  • Loftveig Vísa
  • Þúfa Þöll
  • Þjóðbjörg Þula
  • Stígheiður Stjarna
  • Skarpheiður Skuld
  • Kormlöð Þrá
  • Ægileif Hlökk
  • Venus Vígdögg
  • Hugljúf Ísmey
  • Ormheiður Pollý
  • Geirlöð Gytta
  • Niðbjörg Njóla

DRENGJANÖFN

  • Beinteinn Búri
  • Dufþakur Dreki
  • Hildiglúmur Bambi
  • Fengur Fífill
  • Gottsveinn Galdur
  • Grankell Safír
  • Kaktus Ylur
  • Þorgautur Þyrnir
  • Melkólmur Grani
  • Ljótur Ljósálfur
  • Náttmörður Neisti
  • Hlöðmundur Hrappur
  • Hraunar Grani
  • Ráðvarður Otur
  • Reginbaldur Rómeó
  • Kópur Kristall
  • Þangbrandur Þjálfi
  • Sigurlás Skefill
  • Þjóðbjörn Skuggi