miðvikudagur, mars 19, 2008

Reiðhjól og stinnir rassar

Núna þarf maður að fara að spara hitt og þetta og hætta að bruðla. Til að spara ætla ég að kaupa mér reiðhjól. Það er tilvalið að hjóla með vasadiskó í vinnuna. Þannig ræktar maður búkinn, er umhverfisvænn og sparar sér bensínkostnað sem er jú kominn út í eitthvað rugl.

Þegar ég bjó í Köben hjólaði ég hvert sem var og hugsaði aldrei út í hvað það tæki mig langann tíma. Reyndar eru aðstæður til hjólreiða öllu betri þar en hér, en ég trúi því samt að rvk.is ætli að taka sig eitthvað á í þessum efnum. Þannig gætum við orðið samkeppnishæf við Kaupmannahafnarbúa í stinnum rössum. Kaupmannahafnarbúar hafa eflaust stinnustu rassa allra norðurlandabúa. Það sér það hver maður sem kemur til Köben. Rassarir á okkur eru hinsvegar ekki stinnir lengur. Þeir voru það kannski einu sinni, þegar allir gengu út í búð, en ekki lengur. Nú er reynt að leggja eins nálægt sjoppunni og lög og reglur leyfa (og stundum ekki) og allir slappast upp og fitna í leiðinni. Svarið er REIÐHJÓL.

Kæru Íslendingar. Nú skulum við HJÓLA.

P.S mig vantar barnastól til að festa á hjólið þannig að ef þú ætlar að taka til í geymslunni þinni um páskana og finnur svona stól, þá er bara að senda mér meil.