Ég fór á Íslensku tónlistarverðlaunin
...með manninum sem ég held mest uppá þessa dagana. Hann var tilnefndur til verðlauna en mikið var skrítið að sjá myndskeiðið sem var notað til að kynna kappann. Það var líkt og klippideild Rúv hefði fengið þetta sent að handan. Eins og miðlar hefðu verið notaðir til að framkalla þarna óljósa mynd af manni í trúðsbúning sem sneri baki í áhorfendur og söng eins og annaðhvort ofan úr hafsdjúpum eða annari vídd. Mjög einkennilegt.
Annars var voðalega gaman þarna. Sérlega vel pródúseruð verðlaunaafhending. Manni leiddist aldrei. Skemmtileg skemmtiatriði. Skemmtileg tónlist og skemmtilegt Rúnars Júll klímax. Björgúlfur bauð mér og Helgu og Trausta Júll góða nótt þegar hann trítlaði heim, sæll og glaður með verðlaunin sín. Mér fannst Þorgerður Katrín töff og svöl í stígvélunum sínum sem náðu upp fyrir hné. Ráðherra sem sagði sex. Það voru allir svo kátir...
... nema þau sem voru í dómnefnd. Þau töluðu um hvað það væri hriiiikalega erfitt að gera upp á milli tónlistarmannanna og verðlauna einn fremur en annann.
Enda snýst þetta ekki um hverjir eru bestir eins og í boltanum. Snýst um sitthvað annað. Persónulega finnst mér álíka gáfulegt að keppa í tónlist og að keppa í fegurð.
Svona næstum því.... Eins og við vitum þá ættu sumir Idol keppendur að láta taka úr sér raddböndin á meðan keppendur í fegurð eru oftast engin ógeð... en já, þetta hlýtur að vera miklu afstæðara heldur en hverjum tekst að koma boltanum oftar í mark eða hver hoppar fallega af bretti án þess að mölva í sér framtennurnar.
Okbæ
|