þriðjudagur, mars 04, 2008

Hugleiðingar um ektóplasma...

Alveg frá því ég las fyrst um útfrymi, eða ektóplasma, fyrir mörgum, mörgum árum hefur þetta miðlahor verið mér ákaflega hugleikið. Spurningarnar eru margar en sú sem knýr helst á er kannski...

Hversvegna hefur þessi hvíti vellingur hætt að streyma frá vitum miðla?
Af hverju blása nútímamiðlar aldrei frá sér ektóplasma?
Er útfrymi kannski ekki lengur móðins í þessum geira?


Hér má sjá hinn alkunna Jack Webber í miklum ektóplasma gír.


...og hér er ónefndur miðill með mjög avant blúndu-útgáfu af ektóplasmavellingi úr nösunum.