Dandy lion og Narcissus
Mikið er alltaf yndislegt að dreyma blóm.
Í nótt dreymdi mig að Edda hrópaði upp yfir sig "Mamma, það er komið vor!" og ég leit út um gluggann og sá ósköpin öll af björtum, fallegum, gulum og hvítum blómum.
Hvítar páskaliljur sem heita reyndar Narcissus á ensku og gulir túnfíflar sem kallast Dandy-lion á ensku... fíngerðar, hávaxnar og fallegar jurtir, en engu að síður hálfgert illgresi sem sprettur í garðinum manns skamma stund og hverfur svo fljótlega aftur.
Dandy lion og Narcissus. Hvar hafa dagar lífs míns, lit sinn fengið?
|