laugardagur, mars 15, 2008

Hann Bob er að deyja

... og nú á að hala honum upp á klakann og sjá hvort hann geti ekki jarmað svolítið fyrir okkur.

Þrátt fyrir að hafa mikið dálæti á þessum manni, sér í lagi plötunni Desire, þá legg ég ekki í að fara. Ég fór heldur ekki á Pixies kombakkið þó að mér hafi löngum þótt þau skemmtileg. Það er bara eitthvað við svona kombökk og ellijarm sem ég upplifi sem turnoff. Allt nær einhverntíma hápunkti og hápunktur herra Dylans er ekki núna. Ég sá Pixies einhverntíma á Hróarskeldu þegar þau voru öll mjó og í flannelskyrtum og ég hefði eflaust haft gaman af Bob tónleikum hérna sjötíu og eitthvað... en sko... eins og segir í Biblíunni: Allt hefur sinn tíma, öllu er afmörkuð stund.