Svalir og seiðandi 80's unglingar
Yeah, I'm not such a sweet thing
I wanna do everything
What a beautiful feeling
Crimson and clover, over and over
Þetta lag var vinsælt þegar ég var unglingur. Mér þótti það endalaust seiðandi í þá daga og ekki er laust við að mér þyki það dulítið seiðandi núna. Ætli smekkur manns fyrir "kúli" mótist ekki einmitt þarna á gelgjunni og haldist í grófum dráttum óbreyttur fram á elliárin? Mig grunar það.
Joan Jett semur og flytur lagið fína en daman sú er enn að. Verður fimmtug á þessu ári og hefur lítið breyst, enda dugleg að nýta sér læknavísindin til að viðhalda góðu lúkki að hætti kana í skemmtanabransanum. Svo hefur hún víst verið vegan frá því hún flutti að heiman. Borðar bara grænmeti.
Það besta við að vera unglingur á þeim áratug sem Joan Jett þótti til fyrirmyndar var eflaust hversu gott það var að vera stelpa -Fyrirbærið anorexía álitinn staður í Rússlandi, ofurgrúmaða L.A. klámmyndaleikkonulúkkið óþekkt fyrirbæri og stelpur klæddu sig í raun ekkert mikið öðruvísi en strákar og strákar klæddu sig ekki mikið öðruvísi en stelpur (sjá mynd)
.
Við grautuðum þessu saman og öllum var eitthvað voða mikið sama. Sem er gaman....
Kannski er unglingum í dag líka sama þó að allt blörrist og renni í einn kynlausan graut?
Ég veit það ekki.
Kannski er þetta bara eitthvað nostalgíujarm í mér?
Ég veit það ekki, en mig grunar að það fólk sem féll í Joan Jett kategóríuna í denn tilheyri helst krúttismanum í dag og hann er eitthvað svo skelfilega boring. Vælandi lopasokkar að gramsa í ruslatunnum gegn kapítalisma. Er hægt að hugsa sér eitthvað ömurlegra? (Nú fæðist hugmynd að langri færslu).
|