sunnudagur, febrúar 17, 2008

Íþróttaálfurinn

Gleymdi ég nokkuð að minna alla á hvað mér finnst íþróttaálfurinn óþolandi?

Já... ok... mér finnst hann óþolandi. Sprangandi holdgerfingur einhverskonar eróbikk plebbisma. Hvenær kemur Jógaálfurinn? Heimurinn bíður eftir Jógaálfinum. Býður sig einhver fram? Það er ekki til það foreldri sem hefur gaman af Latabæ. Hinsvegar eru til ótal foreldrar sem elska Astrid Lindgren sögurnar, eða söguna um Moldvörpuna sem vildi fá að vita hver skeit á hausinn á henni, eða sögurnar af litla skrímslinu sem kunni ekki að segja nei...eða...eða... Það er nebblega af því það eru kvalití sögur. Latibær er alls ekki kvalití. Latibær er skræpóttur og óþolandi kapítalískur grænmetisáróður sem er knúinn áfram með hræðilegri Scooter hnakkatónlist. Sögurnar í Latabæ eru þynnri en fölbleikar ástarsögur. Karakterarnir eru einfaldari og meira boring en málning sem er að þorna, fyrir utan það að samband Sollu stirðu og álfsins er á mörkum þess að vera kinkí. Dóttir mín heldur að þau séu par.

Jógaálfur. Gefðu þig fram...