Gaukur vs. Ómar
Ég er steinhissa á því að Gaukur hafi í dag verið dæmdur til að borga Ómari Valdimarssyni 300 þúsundkall fyrir að kalla hann rasista. Hér er sannarlega vegið að tjáningarfrelsi. Með því að lesa téða færslu gat ég ekki séð að Gaukur hefði beint verið að ljúga til um einhvern atburð, .þ.e. segja hrein og bein ósannindi. Hann var bara að tjá sig og segja álit sitt á Ómari og ég skil ekki af hverju hann má ekki hafa þessar skoðanir og viðra þær, burtséð frá því hvort þær eru fínar eða ekki. Ég kannast við báða þessa stráka. Þekki reyndar Gauk talsvert betur. Þetta eru báðir svona frekar kokkí náungar sem hafa gaman af því að segja það sem þeim finnst og ættu vissulega að hafa leyfi til þess. En nei... skamm skamm Gaukur. Ekki segja rasisti... þó að þínir útreikningar hafi leitt það í ljós, fyrir þér...
|