mánudagur, janúar 07, 2008

Málverkadraumur

Dreymdi tvo hvali sem voru að skella sporðum sínum í klettótt og mosagróið fjöruborð. Þetta var í ljósaskiptunum og fjöruborðið lá beint af stórum glugga á jarðhæð hússins sem ég bjó í. Ég kallaði á eldri konu til að koma og sjá þessa fegurð (hún var gestur í matarboði hjá mér,) en þegar hún sér "hvalina" þá segir hún "Sérðu ekki Magga mín að þetta eru hrafnar" og þá áttaði ég mig á því að þetta voru ekki sporðar heldur risastórir vængir á kröftugum hröfnum sem sátu þarna og teygðu úr sér í bláu tunglsljósi