Búddismi og kristni
Var að ljúka við að horfa á mynd sem heitir The man from earth. Í henni kom fram að Kristni, eða kenningar Jesú, væru offspring af búddisma og þetta fannst mér svo gaman að sjá af því eftir að hafa lesið ævisögu búdda sá ég ekki annað en að þarna væri nokkurnvegin sama sagan sögð -og þó er ég leikmaður.
Búdda var uppi c.a. 500 árum á undan Jesú en það sem gerðist í hans lífi og það sem hann kenndi, kenndi Jesú með örlitlum blæbrigðamun fimm öldum síðar. Hvað er maður þá að vesenast með þessi trúarbrögð? Til hvers að flækja málin og byggja kirkjur og vera með þetta vesen? Skiptast í flokka og einingar og tuða eitthvað út í loftið?
Jú, það er af því við erum fólk og fólk þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Vatíkanið og kaþólskan virðist vera einhverskonar óperuútfærsla á andlegheitum, lúterstrú oft á tíðum eins og Martha Stewart á tíðum og meinlætalifnað andlegra iðkenda mætti kalla anorexíu fyrri daga.
Það virðist falla fólki í geð að fara mjög flókna leið til að ná mjög einföldum sannindum sem til dæmis geimveran E.T kom ágætlega í orð.
"Be good"
|