fimmtudagur, desember 13, 2007

Skyr-maður, peysu-maður, U2-maður

Það er nýmæli á íslensku að segjast ekki vera mikill hitt eða þetta maður, eða öfugt.

"Já, hann Kristján er mikill skyr-maður"

"Ég er ekki mikill humar-maður"

"Ég er ekki mikill peysu-maður"


og svo framvegis....

Mer finnst þetta kjánalegt tal. Hvað í fjandanum er Skyr-maður? Ég sé aðra hluti fyrir mér en mann sem er mikið fyrir skyr. Af hverju ekki bara að segja "Mér þykir skyr mjög gott"? Til hvers að kalla sig Skyr-mann? Er það spurning um sjálfsmynd?

"Já, ég er svona skyr-maður."

Nei... þarna koma Skyr-mennirnir niður Laugaveginn! Hlaupum!

Bull og vitleysa...