Gengisfelling greindarvísitölunnar
Undanfarið hef ég talað svolítið um greindarvísitölu við fólk sem ég þekki. Í því samhengi minnist ég á ættingja minn sem tók svona próf og mældist hátt yfir meðalgreind.
Þegar þetta málefni ber á góma get ég alltaf gert ráð fyrir sömu framvindu viðbragða.
1. Fólk talar um að það sé lítið að marka svona próf.
2. Að það séu til aðrir merkilegir hlutir sem vert sé að taka tillit til, eins og t.d. tilfinningagreind.
3. Viðkomandi endar á að viðurkenna að hann/hún hafi farið í slíka mælingu og að greindin hafi verið hátt yfir meðallagi. Einhversstaðar á bilinu 135-145.
Þetta þykja mér heldur betur tíðindi. ALLIR félagar mínir eru snillingar! Þeir teljast undir 1,5-0,5% mannkyns (á meðan fólk með IQ 100-115 er 35% mannkyns og það er svonefnd meðalgreind).
Nú veit ég ekki hvort allir vinir mínir séu snillingar eða snillingar með minnimáttarkennd eða bara með minnimáttarkennd en engu að síður þá eru þetta forvitnilegar niðustöður.
Endilega prófaðu að starta umræðuefninu IQ í þínum félagahóp og sjáðu hvað gerist. Mjög sniðugt.
|