Stórkostleg máltíð
Í kvöld voru hér sem endranær gestir í mat. Við borðuðum eina ljúffengustu máltíð sem ég hef fengið lengi og hér kemur uppskriftin, því eins og konan í New York sagði "Sharing is Caring".
here goes:
Ofnbökuð laxaflök:
Maður kryddar laxinn með sítrónupipar og salti og kreistir yfir hann sítrónu, lokar inni í álpappír og setur í ofninn á 180 í svona hálftíma. Fer eftir því hvað flökin eru stór. Svona eldast laxinn í eigin safa og verður sjúklega góður.
KúsKús með kóríander og læm:
Þetta fæst bara í Haggaub og er eins einfalt og hægt er að hugsa sér í framreiðslu.
Soðið spínat:
Þá setur maður oggu vatn í botninn á breiðum potti og smellir svo slatta af spínati ofan í þegar vatnið byrjar að sjóða. Lætur lok á og gufusýður þannig spínatið í fimm mínútur.
Jógúrt og myntusósa:
Ein, hrein bíóbú jógúrt, hálf gúrka og smá piparmyntulauf. Gúrkan og laufin eru smátt söxuð og sett út gúrtina. Helst látið bíða í kæli í nokkra tíma áður en borðað er.
Þetta kombó er ótrúlega einfalt, fljótlegt og bara meiriháttar gott.
N-joy!
|