föstudagur, júní 15, 2007

Royal fólksfóbía

Ég verð nú að segja það að ekki hlakka ég til sautjánda júní. Ég er fyrir löngu hætt að sjá tilganginn með þessu rugli. Fór í Hagkaup áðan og þar var verið að selja Disney blöðrur fyrir börnin. Það segir allt sem segja þarf um sjálfstæði Íslendinga.

Á sautjánda júní fá allir borgarbúar einu og sömu hugmyndina. FÖRUM Í BÆINN! Og svo fara allir í bæinn. Ef mar sé heppin þá er hægt að fá bílastæði í bænum kl 6.30 um morguninn. Ef það næst ekki þá þarf að ganga 3 kílómetra til að komast í kraðakið. Já kraðakið.

Á sautjánda júní breytist ég hermann á jarðsprengjusvæði. Ég verð paranoid og grimm. Það eina sem kemst að hjá mér er að komast út úr mannþrönginni á einhvern öruggan stað þar sem ég get andað og verið róleg. Mér finnst það fremur skelfilegt að berast áfram með hafsjó af fólki og mása hæ... hæ....hæ.... sæl....blessaður....hæ.... hæ.... neikvaseir þúúúú....hæ.... Mig langar það satt best að segja til að þegja. Vera heima að passa vitann minn. Svo ætli maður fari ekki milliveginn? Ég er jú mamma.

Ég held ég heimsæki hana Ásdísi mína sem á heima á Laugavegi. Við Edda getum annað slagið hlaupið niður og blásið í lúður. Æpt "Áfram Ísland, Ísland Best! Satt!" og hlaupið svo upp aftur. Svo getum við líka staðið á svölunum hennar Dísu, horft niður á almúgann berast niður laugaveginn eins og buffalahjörð að vantsbóli, dreypt á kaffi og berjasaft úr gullbollum og sagt "hahaha...hahahaha..." og svo sleikjum við útum eins og drottningar og prinsessur.

Af því við erum það.