Egill Helgason fárið og Birtingur
Svo ég reyni nú að falla í hópinn og tjá mig um það sem "allir" eru að tala um.
Mogginn kominn í lið með Agli. Birtir "magnaða" "frétt" um að nú sé hann farinn að blogga á moggabloggi eftir að lokað var á hann á Vísi. Skrítið að loka á blogg einhvers. Það virkar svolítið Stazi. Mátti hann ekki bara hætta sjálfur?
Og
Skrítið að skrifa langa frétt í blaði um að einhver sé farinn að blogga undir verndarhendi blaðsins.
Skrítið að það skuli skrifað svona mikið í blöð um hvað er bloggað og hverjir bloggi og hvar þeir bloggi.
Skrítinn þessi endalausi dilkadráttur á þessu landi. Hlýtur að vera arfur frá því allir fóru í réttir og drógu merktar rollur á reiti.
Ég hef aldrei botnað almenninlega í þessu.
Hvaða bóndi ætli "eigi" rollurnar sem jarma Orðið á götunni? Ekki blogga þau á blogspot. Nei... þau rita sína veflóka undir verndarhendi Moggans. Má því ekki reikna með einhverri hlutdrægni þar?( Jú vissulega, til dæmis í skrifum þeirra um töffaraskap Ólafar Rúnar þegar hún tók viðtal við forstjóra Haga).
Hvaða fleiri skoðanir hef ég sem tengjast málinu?
- Mér finnst dilkadráttur púkó.
- Mér finnst gott að vinna hjá 365 fyrir utan það hvað það er vondur matur í mötuneytinu.
- Mér finnst Egill Helgason skemmtilegur og kerúbalegur þó hann hefði mátt takmarka testesterón flippið í þessum saumaklúbb sínum og reyna að hafa þetta minna karlaþras eða kallar spjalla.
- Og mér finnst Ari Edwald hress og alþýðlegur forstjóri. Í partýi um daginn spurði ég hann hvort hann vildi frekar heita Glúmur Dúi eða Vignir Gnýr. Hann valdi síðari kostinn. Það skil ég vel. Hver vill heita Dúi?
Og mér finnst þetta sandkassarok... "við og hinir" dæmi... mjög sillí. Týpískt fyrir karlmenn. Þurfa alltaf að hafa einhvern mótherja til að keppa við. Testesterón bölið sem heldur stríðum gangandi.
Er ekki betra að gera bara eins og Birtingur og reyna frekar að rækta garðinn sinn? Mér finnst það.
"Neither need you tell me," said Candide, "that we must take care of
our garden."
"You are in the right," said Pangloss; "for when man was put into
the garden of Eden, it was with an intent to dress it; and this proves
that man was not born to be idle."
"Work then without disputing," said Martin; "it is the only way to
render life supportable."
Heyr heyr Marteinn!!
Birtingur á Alnetinu
|