laugardagur, júní 30, 2007

Boðberi sannleikans

Ég held að ritstjóri DV, hann Sigurjón M. Egilsson, sé ekki með öllum mjalla. Auglýsir sjálfan sig sem einhverskonar Jesus Christ Superstar ritstjóra sem er öllu óháður og því ókrýndur boðberi sannleikans í Íslensku fjölmiðlalífi. Hvað gengur að honum? Er kallinn ekki bara desperat? Þetta virkar ekki sannfærandi á mig. Þetta virkar sem örþrifaráð manns sem er í andlegu ójafnvægi.
Fjölmiðlun á Íslandi verður aldrei 100% óháð öllu og öllum, einfaldlega af því við erum jafn mörg og íbúar Coventry (eins og og Dr. Gunni sagði). Þar af leiðandi eru allir alltaf háðir hvor öðrum á einn eða annan hátt og fólk gætir orða sinna. Það var hinsvegar ekki gert á gamla DV og sjá hvernig fór. Ekki mjög gáfulegt.

Hefði samt verið betra að leyfa blaðinu bara að sanna sig sjálft sem "Nærgæti Sannleikapósturinn" í stað þess að þessi kall sé að troða svona upp sem Jesú tvö. Hann gerir illt verra.