fimmtudagur, apríl 26, 2007

Sterkur rumpur

Ferlega er gaman að æfa líkamsrækt. Núna fer ég í Laugar í hádeginu og styrki rump minn og kvið. Þetta gefur góða líðan og bætir svefn minn svo um munar. Ég er nefninlega svo mikin Yin... þarf meira Yang í mig og ræktin gefur það.

Í Laugum er mjög mikið af eldra fólki í hádeginu, sér í lagi körlum. Í dag var t.d. heill lögguhópur að pumpa og já... Þorgrímur Þráinsson sem er góður við konuna sína. Hann lá við hliðina á mér og lyfti þungu og ég hugsaði "Þarna er Þorgrímur. Hann reykir ekki og lærði af reynslunni hvernig maður á að vera góður við konuna sína"... svo hélt ég bara áfram að styrkja axlirnar mínar.

Þjálfinn minn heitir Konni (og vinur hans heitir Nonni). Við erum sammála um að gera mig ekki að massa því ég hef massísk gen. Föðurafi minn var glímukappi sem henti fólki ef honum fannst það leiðinlegt og pabbi tekur 130 í bekkpressu og vaknar 6 á morgnanna til að fara út að ganga.
Mamma mömmu var ballerína og bæði við mútta æfðum ballet sem börn og unglingar.
Ég þarf ekki annað en að gera eitthvað smá pínu oggu pons og þá er ég orðin stæltur og stór, stinnur eins og Sokki og mikið djö...hlakka ég til að komast í þann gír aftur. Verða eins og fögur meri í túni sem japlar á sínu grasi og slær burt flugur með fögru tagli. Reyndar fer þetta í báðar áttir. Það þarf lítið til að merin bæti á sig og lítið til að ná því af... blessunarlega. Æi, þetta er allt svo gaman.

Ég er alveg á því (og Konni er sammála) að flestar konur nái fögru formi með því að notast við eigin líkamsþyngd í styrktaræfingum, hvort sem er í jóga, dansi eða með hefðbundnum leikfimi æfingum. Að lyfta lóðum í tækjum og einangra þannig hvern vöðvahóp fyrir sig gerir konur oft eins og litla karla ef óvarlega er farið. Fitnesskonur eru einmitt eins og litlir karlar og það finnst mér eitthvað perralegt. Tala nú ekki um þegar þær eru eins og litlir karlahnakkar með hart gelhár, "ég er brúnuð kartafla" brúnku og hörð brjóst. Það er mjög skrítið og höfðar ekki til fegurðarskyns míns, en ef aðrir fíla þetta þá er það bara fínt.

Hér eru myndir af fitness konu annarsvegar, og hinsvegar af ginger spice eftir að hún fór að stunda jóga og borða hafragraut. Pant ekki vera fitnesskallinn.