miðvikudagur, apríl 11, 2007

Slakur bloggari Vá!

Vá hvað ég hef lítið bloggað núna. Vá. Vá hvað þetta voru ágætir páskar. Vá. Ég fór út í sveit. Vá. Vá. Í vinnunni eru margir veikir en segja "við erum ung og eigum að þola þetta". Vá hvað ég er ekki þannig. Ég verð veik á 3 ára fresti og þá er ég veik. Vá. Vá hvað það verður gaman á föstudaginn þegar við gerum öll eitthvað skemmtilegt og Vá hvað það verður gaman þegar mamma kemur heim úr þessari átta vikna útlegð á kanarí. Vá hvað Edda er ótrúlega yndisleg. Vá hvað það er gaman að vera í svona fjölbreyttu starfi eins og ég er í og Vá hvað það er kalt og slebbalegt úti og Vá hvað það er erfitt að tala prívat í gemsa þegar maður vinnur í opnu rými og annar hver maður er að leita sér að stað til að tala prívat í gemsann sinn. Vá hvað það verður gaman að hitta Vaffarann í Laugum á morgun og breyta spiki í massa. Vá vá vá þetta er allt svo skemmtilegt. Oh ég er svo kát. Vááááááá...