fimmtudagur, apríl 12, 2007

Þorsteinn Guðmundsson Stubbur

Ég er ekki frá því að hann Þorsteinn Guðmundsson leikari sé meðal þeirra sem les inn á Stubbana. Í upphafsatriðinu þegar allir Stubbarnir koma hoppandi fram, einn af öðrum þá endar það í svona klímaxi þar sem þulurinn hrópar STUBBARNIR!! Ég held að sá þulur sé Þorsteinn. Mér finnst ég alltaf heyra svona kaldhæðnistón í þessu ópi, hvernig sem hægt er að koma slíku fyrir í STUBBARNIRRR!
Svo fer það örlítið í mig hvað Tinky Winky er eitthvað fáránlegur í talanda. Hann er látin tala eins og hann sé þroskaheftur. Mér finnst það ekki sanngjarnt þar sem hann á að tilheyra öðrum minnihlutahóp líka -Lu hommhomm. Þroskaheftur hommi, það er alls ekki sanngjarnt.
Í barnaefni ætti að vera nóg að láta aðeins eina persónu tilheyra minnihlutahóp og það ætti þá bara að vera einn minnihlutahópur. Hvað ef það kemur svo á daginn að Pó er gyðingur með búlimíu og áfengisvanda? Það væri nú ekki skemmtilegt. Lala lesblind lesbía með ofvirkan skjaldkirtil og Dipsy, ekki bara hörundsdökkur heldur líka smámæltur og með gersveppaóþol.
Mér þætti það allt of mikið. Börn eiga ekkert að þurfa að vera berskjölduð fyrir minnihlutahópa PC klámi þegar þau horfa á sitt skemmtilefni.
Fussum svei.