sunnudagur, apríl 22, 2007

Dagurinn í dag-Persónulegar fréttir

Persónulegar fréttir:

07.00 Vakna, umla, styn... barnatíminn...uhhhh... fram með sæng... neiiii... STUBBARNIR! STUBBARNIR! segja hhaaallóóóóó....

09.00 Bað og svo í Blómaval með Eddu að kaupa mold til að umpotta liljunni og klappa páfagauki sem Edda var hrædd við. Henni lýst ekki mikið á stóra fugla. Gaukurinn heitir Jakob. Við bonduðum.

11.30 Við mæðgur heim að leggja okkur í síestu eins og okkar er siður um helgar.

15.00 Vakna og rjúka í Oddfellow húsið þar sem Hvítárvalla slægtið var mætt. Gaman að sjá þarna mörg borð af frænkum og frændum og sérlega gaman að hitta hina fræknu Norn sem eitt sinn sveimaði um bloggheima og reynist vera frænka mín. Greindarleg og skemmtileg kona þar á ferð. Vonandi hitti ég hana aftur. Undir ræðuhöldum langaði Eddu til að skoða á mér geirvörtuna. Sem uppalanda tókst mér að sannfæra hana pent um að slíkt mætti ekki gera í veislum. Sérlega sillí atvik eitthvað.

17.00 Brunum til Sollu Himnesku þar sem hún lánaði mér bleiku uppeldisbókina. Edda alveg að fíla norsku skógarkettina hennar Sollu, sykurlausa súkkulaðið og rennibrautina. Solla og Edda náðu að bonda.... enda heitir Solla Solla, eins og nafna hennar stirða.

19.00 Brunað til múttu þar sem Edda fór í pössun. Ég kvaddi með trega á meðan barnið mitt vinkaði mér galvaskt bless. Skömmu síðar fékk ég símtal frá henni þar sem hún vildi tékka á því hvort ég væri ekki pottþétt með pakka til að fara með í afmælið. Hún er tveggja og kvartur. Mjög ábyrg.

21.00 Fimmtugsafmæli Dittu sem lítur út fyrir að vera fertug. Ditta er æðisleg. Stórkostlegur kokkur og ótrúlega eitthvað falleg kona að innan sem utan. Góð veisla. Hitti Gunní og Mörtu sem voru hressar. Tók sopa af 0,0 % áfengum bjór. Hann bragðaðist eins og ég ímynda mér að þvottabjarnarpiss geri. Fékk sæder í staðinn. Skárra.

00.00 Kíkt til Jóa.

01.00 Heim.