Curver eða Hugleikur?
Ég var á brettinu í World Class um daginn og fyrir aftan mig var maður sem ég vissi ekki hvort væri Bibbi Curver eða Hugleikur Dagsson. Sneri mér nokkrum sinnum við til að reyna að fatta þetta en fattaði ekki neitt. Ég er sko aðdáandi Hugleiks....Eða brandaranna sem koma upp úr honum. Held samt að þetta hafi hvorki verið Hugleikur né Curver heldur svona "shape shifter" sem gat ekki valið á milli þeirra tveggja. Hallast einna helst að því. Það er víst hálfgerður faraldur í gangi núna.
Svo langar mig að koma því að, að mér finnst gaman að hlusta á gamalt reagge þegar ég geri kviðæfingar og Röyksopp þegar ég hleyp. En það er ekki gaman þegar fólk vill endilega tala mikið við mig á meðan á þessu stendur. Tónlistin knýr mig nefinlega áfram í þessum pakka, eins og bensín. Andlegt bensín. Pirrandi að þurfa alltaf að taka af sér æpoddinn til að spjalla um eitthvað rugl á meðan maður er að reyna að hlaupa eða þykjast klífa fjall, móður og másandi.
|